Friday, January 18, 2013

The "I don't know" diary.

Þetta gengur vel..... 
Er ekki alveg byrjuð að venja mig á þvi að skrifa í dagbók. Ætla að reyna að venja mig á því. Þetta er erfiðara en maður heldur. Fer svo mikil vinna í þetta, mikið að hugsa... hvað á ég að skrifa og svona... svo gef ég mér aldrei tíma í þetta en nú jæja fyrst ég er komin hingað.

Ég ætla að tala um daglegt lífið mitt.
Það eina sem ég geri venjulega er að fara í skólan, og síðan fara á æfingar. Það er það helsta.

Vakna klukkan hálf átta, eftir að hafa farið að sofa milli 10 og 11. Geri mig til
Mæti í skólan.
Ef það er ekki góður matur fer ég oftast heim að fá mér að borða.
Þegar ég er búin í skólanum, fer ég oftast að horfa á allla þætina sem ég er búin að missa af á kvöldin, síðan fer ég í strætó klukkutíma fyrir æfingu.
Ég fer á æfingu,
Mamma kemur oftast að ná í mig, ég fer í sturtu.
Þegar ég er búin í sturtu fer ég í náttföt og dauð þreytt og fer í tölvuna eða horfi á sjónvarpið.
Ef ég þarf að læra þá geri ég það í staðin fyrir að fara í tölvuna eða horfa á sjónvarpið.Vá hvað þetta er ómerkilegt, en þetta verður að duga núna. xoxo

Sunday, January 6, 2013

Byrjun 2013

Halló, Ásdís heiti ég og er fædd árið 1998.
Ég hef ákveðið að gera svona svo kallað dagbók, sem ég segji um það hvað ég geri í mínu daglega lífi.
Ég mun ekki skrifa á hverjum degi eða á einhverju sérstökum degi. Bara þegar það hentar mér. Ég ætlast ekki til þess að neinn skoði þetta eða neitt. Bara svo að ég geti einn daginn lesið þetta.
Ég virði skoðanirnar þínar, ef einhver er að lesa þetta. Ég er bara að segja frá mínu sjónar hóli.
Kveðja. Ásdís